Back to All Events

„Langt fyrir utan ystu skóga" - Tónleikar 14. júlí 2019

  • Strandarkirkja Selvogi (map)

Hrafnhildur Árnadóttir sópran
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór
Matthildur Anna Gísladóttir harmóníum / píanó

Á efnisskránni eru ítalskar antík-aríur og íslenskar alþýðuperlur eftir Caccini, Caldara, Giordani, Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Böðvar Guðmundsson, Ingibjörgu Þorbergs, Braga V. Skúlason o.fl.

Húsið opnar kl. 13.15 og tónleikar hefjast kl. 14:00.

Aðgangseyrir: 2900 kr. Miðar eingöngu seldir við dyrnar.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, hefur sungið frá unga aldri en hún lauk mastersnámi í óperusöng frá Hollensku Óperuakademíunni í Amsterdam árið 2015. Áður nam hún við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Dóru Reyndal og í dag kemur hún reglulega fram sem einsöngvari. Hrafnhildur hefur komið fram á fjölda tónleika og óperusýninga erlendis og hérlendis en nýlegustu verkefni hennar eru einsöngur á vortónleikum Karlakórs Reykjavíkur, hlutverk Anninu í La Traviata eftir Verdi hjá Íslensku óperunni, tónleikar í Mývatnssveit, Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2019 og ljóðatónleikar í Salnum, Kópavogi og Norðurljósum í Hörpu. 

Matthildur Anna Gísladóttir lauk bachelornámi í einleik frá Listaháskóla Íslands árið 2007 undir leiðsögn Peter Máté. Einnig lauk hún mastersnámi í meðleik við Royal Academy of Music í London með Andrew West sem aðalkennara og mastersnámi í óperuþjálfun frá Alexander Gibson Opera School í Royal Conservatoire of Scotland og hlaut þar James H. Geddes Repetiteur verðlaunin. Þar naut hún leiðsagnar Tim Dean og Oliver Rundell. Veturinn 2014- 15 starfaði hún sem óperuþjálfi hjá RCS. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika og komið að óperuuppsetningum m.a. hjá Íslensku óperunni, British Youth Opera, Clonter Opera, Lyric Opera Studio í Weimar, Scottish Opera og Royal Academy Opera. Matthildur kennir nú við Listaháskóla Íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Þorsteinn Freyr Sigurðsson lærði söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur frá 2005 til 2010, fyrst við tónlistarskóla Reykjavíkur síðan við Listaháskóla Íslands þar sem hann lauk Bachelor gráðu. Hann lauk mastersgráðu í óperusöng árið 2013 við Hanns Eisler í Berlín undir handleiðslu Prof. Scot Weir og eftir útskrift með Prof. Janet Williams. Árið 2014 hóf Þorsteinn störf við Óperuhúsið Theater Ulm í Suður-Þýskalandi til ársins 2017 þar sem hann söng fjölmörg aðalhlutverk í óperum m.a. eftir W.A.Mozart, Franz Lehár og G.Donizetti. Þorsteinn söng hlutverk Spoletta í uppfærslu Tosca í íslensku óperunni haustið 2017. Þorsteinn starfar nú á íslandi við söng, söngkennslu og stýrir barnakórum.

Hrafnhildur, Anna, Þorsteinn.JPG