FLYTJENDUR 2018

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona lauk framhaldsnámi í óperusöng við óperu- og einsöngvaradeild Konunglega tónlistarháskólans í Manchester á Englandi vorið 1999 og stundaði síðan frekara nám í Lundúnum hjá hinum virta söngkennara, Dr. Iris Dell’Acqua með hléum og meðfram söngstörfum til vorsins 2006.  

Björg hefur haldið einsöngstónleika og komið fram sem einsöngvari við fjölda tækifæra hér á landi sem og víða í Evrópu. Hún hefur sent frá sér þrjár hljómplötur, Það ert þú! Eyjafjörður – ljóð og lag árið 2000, Himnarnir opnast- jólaperlur árið 2006, Gullperlur árið 2007 og í vinnslu er hljómplata með íslenskum sönglögum ásamt Elísabetu Waage og Hilmari Erni Agnarssyni.  Björg hefur einnig hljóðritað bæði fyrir útvarp og sjónvarp á Íslandi. 

Flutningur kirkjulegrar tónlistar hefur skipað stóran sess á söngferli Bjargar en sérstaka rækt hefur hún lagt við flutning og kynningu íslenskra sönglaga og sönglagahefðar, jafnt hér heima og erlendis. Hún hefur starfað náið með Elísabetu Waage hörpuleikara sl. 13 ár og hafa þær haldið fjölmarga tónleika víða um land og erlendis á  tónlistarhátíðum og í sumartónleikaröðum.  Frá árinu 2011 hefur Hilmar Örn Agnarsson organisti komið fram með þeim, en Björg og Hilmar hafa einnig haldið tónleika víða hér á landi og erlendis, m.a. í Noregi, Þýskalandi, Englandi, Frakklandi, Póllandi og Finnlandi.  Árið 2014 komu þau m.a. fram á tónleikum á Salisbury International Arts Festival á Englandi. 

Björg hefur einnig frumflutt verk með Kammerkór Suðurlands, m.a. verk eftir breska tónskáldið Jack White í Southwark Cathedral í Lundúnum árið 2013 og síðar á Listahátíð í Reykjavík 2014, á Salisbury Interntational Arts Festival á Englandi og Umeå International Choir Festival í Svíþjóð, þar sem flutningnum var útvarpað beint hjá sænska ríkisútvarpinu. 

Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Þá er Björg stofnandi og listrænn stjórnandi árlegu Tónlistarhátíðarinnar í Strandarkirkju í Selvogi - Englar og menn.

Bjarni Frímann Bjarnason er fæddur í Reykjavík árið 1989. Hann hóf að leika á fiðlu fjögurra ára gamall og stundaði nám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur. Hann lauk prófi í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2009. Hann stundaði nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Tónlistarháskólann Hanns Eisler í Berlín. Vorið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frumflutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason. Sama ár hlaut hann undirleikaraverðlaunin í ljóðasöngkeppni sem kennd er við Paulu Salomon-Lindberg í sömu borg. 

Bjarni hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann stjórnar strengjasveitinni Skark, sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir nýstárlegum flutningi nútímatónlistar, en hefur einnig stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur.

Bjarni Frímann Bjarnason tók við stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2018 og gegnir stöðunni til tveggja ára. Sem slíkur gegnir hann veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljómsveitinni, fyrst og fremst á stjórnendapallinum, en líka í öðru listrænu starfi hljómsveitarinnar. Þá er Bjarni nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar.

Elmar Gilbertsson útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2007. Eftir það lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann lagði stund á mastersnám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag.  Kennarar hans þar voru Jón Þorsteinsson og Peter Nilson.  Eftir námið var Elmar tekin inn í Óperustúdíó Hollensku óperunnar þar sem hann starfaði í tvö ár. Hann fékk fastráðningu og síðar gestaráðningu hjá óperunni í borginni Maastricht í Hollandi, þar sem hann hefur starfað mikið síðustu ár, ásamt lausráðningum við óperuhús og tónleikasali víðsvegar um Evrópu.  Þar má helst nefna Nantes, Toulon og Aix en Provence í Frakklandi,  Ríkisóperan í Amsterdam, Brno í Tékklandi, The Barbican Center í London og Elbphilharmonie í Hamborg og Festspielhaus Baden Baden í Þýskalandi.

Elmar hefur á sínum ferli sungið og túlkað allnokkrar af persónum óperubókmenntanna. Má þar meðal annars nefna Tamino í Töfraflautunni, Don Ottavio í Don Giovanni, Ferrando í Cosí fan tutte, Alfred í Leðurblökunni, Elvino í La Sonnambula, Nerone í Krýningu Poppeu og Kúdrjás í Katja Kabanova eftir Janáček  og prinsinn í Öskubusku eftir Rossini hjá Maastricht óperunni, hlutverk Mímis í Rínargulli Wagners hjá hinni virtu Ruhrtriennale listahátíð í Þýskalandi, og hlutverk Hertogans af Mantua í Rigoletto eftir Verdi og Lensky úr óperunni Evgéní Ónégin eftir Tchaikovsky.  

Elmar heldur til óperuhússins La Monnaie í Brussel í Belgíu á haustmánuðum 2018 til að syngja hlutverk Monostatos úr óperunni Töfraflautan eftir Mozart og því næst til Staatsoper Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann verður fastráðinn næstu tvö ár.

Elmar hlaut Grímuverðlaunin í flokknum söngvari ársins, fyrir hlutverk Daða Halldórssonar í óperunni Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson er sett var upp hjá Íslensku Óperunni snemma árs 2014, og aftur árið 2016 fyrir hlutverk Don Ottavio í óperunni Don Giovanni eftir Mozart, einnig í uppsetingnu Íslensku Óperunnar.  Elmar hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 og 2016 sem söngvari ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. 

Elísabet Waage stundaði píanó- og hörpunám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk einleikara- og kennaraprófi á hörpu frá Konunglega Tónlistarháskólanum í den Haag, Hollandi hjá Edward Witsenburg. 

Elísabet leggur mikla stund á kammermúsík, mest í dúóformi en einnnig í stærri hópum, s.s. Caput en hefur auk þess starfað með ýmsum sinfóníuhljómsveitum m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Elísabet hefur gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og leikið inn á geisladiska m.a. með Peter Verduyn Lunel flautuleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara, Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara  og Graduale Nobili. Hún hefur tvívegis þegið boð um að leika á Alheimsþingi hörpuleikara (World Harp Congress). 

Elísabet er hörpukennari við Tónlistarskóla Kópavogs.

Hanna Dóra Sturludóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms í Listaháskólanum í Berlín. Kennarar hennar þar voru Prof. Anke Eggers og Prof. Dietrich Fischer-Dieskau og útskrifaðist hún þaðan með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Hanna Dóra hefur sungið við mörg helstu óperuhús Þýskalands, m.a. Komische Oper og Ríkisóperuna í Berlín og Munchen.

Auk þeirra u.þ.b. 40 hlutverka sem hún hefur túlkað á ferlinum hefur Hanna Dóra komið fram á tónleikum um allt Þýskaland og víða í Evrópu og tónleikahald hefur m.a. borið hana til Qatar og Egyptalands. Undanfarin ár hefur hún tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum óperusmiðjunnar Novoflot í Berlín, sem sérhæfir sig í óvenjulegum uppsetningum og frumflutningi á nýrri óperutónlist. 

Á Íslandi hefur hún auk þess að taka þátt í uppfærslum Íslensku óperunnar haldið fjölda ljóðatónleika og sungið Vínartónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Salon Islandus. Hanna Dóra hefur tvisvar fengið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna; fyrir flutning sinn á Wesendonck-ljóðaflokkinn eftir Richard Wagner með Sinfóníuhljómsveit Íslands og titilhlutverkið í Carmen hjá Íslensku óperunni haustið 2013 og nú síðast fyrir hlutverk Eboli í Don Carlo en fyrir það hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2014.

Gudni Franzson lauk einleikaraprófi á klarinettu og prófi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984. Fór síðan til Hollands og stundaði framhaldsnám í klarínettuleik hjá George Pieterson, Walter Boeykens og Harry Sparnaay, til þess hlaut hann m.a. styrki frá Hollenska menntamálaráðuneytinu og hinum virta danska Léonie Sonning sjóði. Guðni hefur komið fram sem einleikari í mörgum löndum Evrópu, Brazilíu, Canada, Japan og í fyrrum Sovétríkjum, hljóðritað fjölda geisladiska með nýrrir og klassískri tónlist jafnframt því að leika og hljóðrita þjóðlega tónlist s.s. með Rússíbönum.

Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1987 en hópurinn er meðal virtustu flytjenda nýrrar tónlistar í Evrópu, hefur hljóðritað á þriðja tug geisladiska og leikið á mörgum virtustu tónlistarhátíðum veraldar.  

Samhliða hljóðfæraleiknum vinnur Guðni sem tónsmiður og stjórnandi. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda dansverka, leiksýninga, kammerverk, músík fyrir börn og tónverk fyrir framandi hljóðfæri. Hann hefur tekið virkan þátt í sýningum með Pars Pro Toto og Íslenska dansflokknum og í leikhúsinu hefur hann m.a. leikið Títlu Bjarts í Sumarhúsum á fjölum Þjóðleikhússins.  Vorið 2009 hlaut Guðni Grímuverðlaunin fyrir tónlistina við leikverkið Steinar í Djúpinu, í uppsetningu Lab Loka og Hafnarfjarðarleikhússins.

Guðni stýrir gjarnan CAPUT á tónleikum og við hljóðritun auk þess að stjórna stöku sinnum Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitum, s.s. Sinfóníuhljómsveitum Vaasa og Pori í Finnlandi, auk margvíslegra kammerhópa.  Hann hefur einnig haldið um sprotann hjá Íslensku óperunni og  í Þjóðleikhúsinu.  

Tóney er skapandi vettvangur fyrir tónlist og hreyfingu sem Guðni stofnaði árið 2007 og starfrækir með hópi valinkunnra listamanna.

Guðrún Dalía Salómonsdóttir hefur verið iðin við tónleikahald undanfarin ár, sem einleikari, í kammermúsík og ekki síst með söngvurum. Hún hóf píanónám 9 ára gömul hjá Steinunni Steindórsdóttur og fór svo í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Guðríður St. Sigurðardóttir var kennari hennar. Þaðan hélt hún til Wan Ing Ong í Tónlistarháskólanum í Stuttgart og útskrifaðist árið 2007 með hæstu einkunn. Framhaldsnám stundaði hún í París hjá Thérèse Dussaut. Guðrún hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga, þ.á.m. 1. verðlaun í píanókeppni EPTA í Salnum 2006. Út hafa komið tveir söngdiskar með leik hennar, Sönglög Jórunnar Viðar með Helgu Rós Indriðadóttur og Gekk ég aleinn, lög Karls Ottós Runólfssonar með KÚBUShópnum. Guðrún Dalía hefur leikið einleik með Ungfóníu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Guðrún Dalía starfar sem meðleikari og píanókennari við Tónlistarskóla Garðabæjar.

Hanna Dóra Sturludóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms í Listaháskólanum í Berlín. Kennarar hennar þar voru Prof. Anke Eggers og Prof. Dietrich Fischer-Dieskau og útskrifaðist hún þaðan með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Hanna Dóra hefur sungið við mörg helstu óperuhús Þýskalands, m.a. Komische Oper og Ríkisóperuna í Berlín og Munchen.

Auk þeirra u.þ.b. 40 hlutverka sem hún hefur túlkað á ferlinum hefur Hanna Dóra komið fram á tónleikum um allt Þýskaland og víða í Evrópu og tónleikahald hefur m.a. borið hana til Qatar og Egyptalands. Undanfarin ár hefur hún tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum óperusmiðjunnar Novoflot í Berlín, sem sérhæfir sig í óvenjulegum uppsetningum og frumflutningi á nýrri óperutónlist. 

Á Íslandi hefur hún auk þess að taka þátt í uppfærslum Íslensku óperunnar haldið fjölda ljóðatónleika og sungið Vínartónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Salon Islandus. Hanna Dóra hefur tvisvar fengið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna; fyrir flutning sinn á Wesendonck-ljóðaflokkinn eftir Richard Wagner með Sinfóníuhljómsveit Íslands og titilhlutverkið í Carmen hjá Íslensku óperunni haustið 2013 og nú síðast fyrir hlutverk Eboli í Don Carlo en fyrir það hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2014.

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akranesi árið 1996. Haustið 1999 innritaðist hún í Söngskólann í Reykjavík og hafa kennarar hennar þar verið Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Þaðan lauk hún 8. stigsprófi vorið 2005. Hún hefur stundað söngnám í Kaupmannahöfn, Osló og Berlín síðustu árin. Hún hefur sótt meistaranámskeið og söngtíma hjá ýmsum kennurum m.a.Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Krisjáni Jóhannsyni, André Orlowitz, Lauru Brooks Rice, Janet Williams, Kristni Sigmundssyni, Jónasi Ingimundarsyni og Margaret Singer.

Hanna Þóra hefur sungið ýmis hlutverk og má þar nefna Genovefu úr Systir Angelica eftir PucciniGreifynjuna í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Fiordiligi í Cosí fan tutte eftir Mozart, Ines í Il Trovatore eftir Verdi, Serpinu í La serva Padrona eftir Pergolesi, Countess Susanna í Il segreto di susanna eftir Ermanno Wolf Ferrari, Traumännchen og Sandman í Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdincks og Gerhilde í Die Walkure eftir Wagner.

Hanna Þóra var einsöngvari í óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarsson og Friðrik Erlingsson sem sett var upp í Íslensku óperunni 2014. Hún fór líka með hlutverk í óperunni Skáldið og biskupsdóttirin eftir þær Alexöndru Chernyshova og Guðrúnu Ásmundsdóttur sem var frumflutt í Hallgrímskirkju í Saurbæ vorið 2014. Hanna Þóra hefur einnig farið með sópranhlutverkið í Oratorio de Noél eftir Camille Saint-Saens og flutt Stabat Mater eftir Pergolesi. Hanna Þóra hefur sungið  í tónleikaröð Classical Concert Company Reykjavík frá upphafi. 

Sumarið 2008 var Hanna Þóra valin til þess að syngja í International Hans Gabor Belvedere Competiton. Það er ein stærsta keppni í heimi fyrir unga og upprennandi óperusöngvara. Hún hefur margoft sungið sem einsöngvari með ýmsum kórum og við kirkjulegar athafnir. Hún hefur verið ötul í að setja upp hina ýmsu tónleika og lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarfélags síns Akranes og Vesturlands. Hanna Þóra var bæjarlistamaður Akraness árið 2011. Í júlí 2015 söng Hanna Þóra Hlutverk Gerhilde í Die Walkure eftir Wagner í  sumar prógrammi Norsku Óperunnar.

Hildigunnur Einarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Signýjar Sæmundsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðadóttur og stundaði framhaldsnám hjá Janet Williams í Berlín og hjá Jóni Þorsteinssyni í Utrecht og nýverið lauk hún B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Hildigunnur hefur verið áberandi í kórastarfi undanfarin ár en hún er félagi í Schola Cantorum, Barbörukórnum og kór Íslensku óperunnar, en einnig hinnar alþjóðlegu kórakademíu í Lübeck en nýlega söng Hildigunnur með þeim Messías eftir Handel og Petite messe solennelle eftir Rossini bæði sem einsöngvari og kórmeðlimur. Hildigunnur stjórnar jafnframt Kvennakórnum Kötlu sem hefur getið sér gott orð síðustu misseri. Hildigunnur kemur reglulega fram sem einsöngvari með kórum og hljóðfæraleikurum m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, barokksveitinni Brák og Söngsveitinni Fílharmoníu og mun syngja hlutverk móðurinnar í Hans og Grétu hjá Íslensku óperunni í nóvember nk. Hildigunnur var tilnefnd til íslensku tónlistaverðlaunanna 2014 sem söngkona ársins fyrir túlkun sína á sönglögum Karls O. Runólfssonar á geisladisknum Gekk ég aleinn ásamt tónlistarhópnum KÚBUS.

Hilmar Örn Agnarsson hóf tónlistarnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar ungur að árum. Hann lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, þar sem aðalkennari hans var Jónas Ingimundarson. Að útskrift lokinni starfaði hann sem organisti og kórstjóri í Þorlákshöfn og Strandarkirkju árin 1983-85. Í kjölfarið hélt hann til Þýskalands til frekara náms í orgelleik og kórstjórn, sem hann stundaði við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Hamborg frá 1985 til 1991.

Árið 1991 var Hilmar ráðinn organisti við Skálholtsdómkirkju og stjórnaði þar öflugu tónlistarlífi um árabil. Hann tók því næst við stöðu dómorganista í Kristskirkju, Landakoti í Reykjavík og starfar nú sem organisti og kórstjóri við við Grafarvogskirkju, auk þess að stýra kórunum Vox populi, Söngfjelaginu og Kammerkór Suðurlands.  

Hilmar Örn hefur ferðast með kóra sína um margar heimsálfur. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska með kórum sínum, m.a. ,,Heilagur draumur”  (2010) með tónlist eftir breska tónskáldið sir John Tavener í flutningi Kammerkórs Suðurlands og Kom skapari (2017), sem báðar voru tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.  

Hilmar Örn hefur unnið með fjölmörgum framúrskarandi höfundum og listamönnum úr ýmsum ólíkum geirum, þ.á.m. eru Sir John Tavener, Patricia Rozario, Yoko Ono, Christian Wolff, Stomo Yamasta, Daniel Johnston, Pauline Shepherd o.fl. Hann hefur jafnframt átt mikið og farsælt samstarf með Megasi og stýrði m.a. heildarfrumflutningi á lögum hans við Passíusálmana í tilefni 400 ára fæðingarafmælis Hallgríms Péturssonar árið 2014. Hilmar Örn var bassaleikari, lagasmiður og einn af stofnendum hljómsveitarinnar Þeyr, sem var starfrækt á árunum 1978-83. 

Jón Sigurðsson píanóleikari hefur komið fram við ýmis tækifæri á liðnum árum. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið með fjölda tónlistamanna og komið fram sem einleikari með hljómsveit. Hann hefur starfað sem píanókennari og meðleikari um árabil. Jón hefur lokið meistaragráðu í píanóleik frá Arizona State University og lokaprófum frá Tónlistaskólanum í Reykjavík. Fyrir utan tónlistina hefur hann mikinn áhuga á skák, bóklestri og löngum gönguferðum innan og utan Reykjavíkur. Hann hefur einnig samið all nokkur sönglög sem hafa heyrst á tónleikum hér heima og erlendis. Sveinn Dúa Hjörleifsson hóf söngferil sinn með Karlakór Reykjavíkur. Söngnám sitt stundaði hann hérlendis í Söngskóla Sigurðar Demetz hjá Friðrik S. Kristinssyni og Gunnari Guðbjörnssyni. Framhaldsnám stundaði hann í Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Sveinn hefur undanfarin ár verið fastráðin við Óperuhúsið í Linz í Austurríki en síðasta leikár hóf han störf hjá Óperuhúsinu í Leipzig í Þýskalandi, hjá þessum húsum og annarstaðar á meginlandinu hefur Sveinn sungið mörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Auk þessa hefur hann komið víða við á tónleikasviðinu, þar skal helst nefna Musikverein og Konzerthaus Vínarborgar, á tónlistarhátíðum hefur hann einnig ekki látið sig vanta, þar ber hæst Wiener Festwochen, Berliner Festtagen og Listahátíð Reykjavíkur. Hér heima hefur hann komið reglulega fram á hinum ýmsu tónleikum víða um land. Þá hefur hann verið reglulegur gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands við fjölmörg tækifæri, þar á meðal á opnunartónleikum Hörpu 2011. Næstu verkefni eru fjöldin allur af hlutverkum á næsta leikári í Óperuhúsinu í Leipzig ásamt tónleikum hér heima með Sinfóníuhljómsveit Íslands í ágúst og Janúar.

Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari lauk námi frá Universität für Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg og útskrifaðist þaðan sem óperusöngvari 2007 með Ralf Döring sem aðalkennara. Jón hefur sótt fjölda námskeiða í söng- og sviðslistum á Íslandi, Belgíu, Austurríki og á Akureyri og hefur hann haldið marga einsöngstónleika á Íslandi, sungið víða sem og annarsstaðar.
Þá hefur Jón Svavar sungið fjölda einsöngshlutverka og kórverka, með Sinfoníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni, Ungfóníunni og öðrum kammerhópum.
Meðal hlutverka Jóns eru Guglielmo úr Cosi fan tutte eftir W.A. Mozart,  Papagenó úr Töfraflautunni eftir W. A. Mozart, Ábótinn úr Carmina Burana e. Carl Orff og Rebbi í Baldursbrá Gunnsteins Ólafssonar.
Jón hefur starfað sem söngvari, leikari, kórstjóri og kennari síðastliðin ár og komið fram með sjálfstæðum tónlistar- og leikhópum. Einnig kemur hann fram sem kvæðamaður og kveður rímur.
Þá hefur Jón Svavar frumflutt 6 nýjar óperur eftir íslenska höfunda á síðastliðnum 6 árum.
Jón Svavar var tilnefndur sem söngvari ársins til íslensku tónlistaverðlaunanna fyrir framgöngu sína með kammerhópnum Kúbus árið 2014.Sólrún Bragadóttir Eftir að hafa stundað tónlistarnám bæði í söng og píanóleik lauk

Sólrún Bragadóttir meistaragráðu í einsöng og söngkennslu frá tónlistarháskólanum í Bloomington í Indiana. Meðal kennara hennar þar var hin þekkta rúmenska söngkona, Virginia Zeani. Hún hefur starfað við helstu óperu- og leikhús í Þýskalandi t.d. í Kaiserlautern, Hannover, Düsseldorf, Mannheim, München, Karlsruhe, Kiel, Kassel, Heidelberg og einnig víða annars staðar í Evrópu, USA og Japan,  í Belfast, Avignon, Torino, Liége, Bern, Palm Beach, Tsuyama í Japan og víðar. Meðal hlutverka Sólrúnar má nefna Mimi í La Bohème, Liú í Turandot, Suor Angelica í samnefndri óperu, Desdemona í Otello, Gilda í Rigoletto, Margarethe í Faust, Leonore í Fidelíó, Elísabet í Don Carlo, Marie í Seldu Brúðinni, Antoniu í Ævintýrum Hoffmanns, Michaela í Carmen, Greifafrúna í Brúðkaupi Fígarós, Donna Anna í Don Giovanni, Pamínu í Töfraflautunni, Elettra í Idomeneo og Fiordiligi í Così fan tutte.Sólrún hefur oft komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum, tekið þátt í óperum, ljóðatónlist, óratoríum og sungið Vínartónlist. 

Sólrún býður upp á raddþjálfun sem hún kallar Soulflowsinging sem ekki bara byggir á raddtækni og áralangri reynslu á sviði heldur líka vinnu með heilun raddarinnar, en Sólrún er Reikimeistari og þerapisti í aðferð sem kallast Joyful evolution. Kennslan er einstaklingsmiðuð og með þarfir nemanda sem sterka áherslu. Hún er ekki aðeins hugsuð fyrir söngvara heldur fyrir alla. Sólrún hefur þróað ferli sem hún kallar Söngheilun og byggist á djúpri hugleiðslu og söngspuna. Sólrún býr í Umbríu fylki á Ítalíu þar sem hún syngur og kennir Masterclassa og býður upp á ýmiss konar námskeið. 

Valgeir Guðjónsson er flestum kunnur fyrir lög sín og texta og hermt er að margt þenkjandi fólk og flest greindari húsdýr séeð á nótunum.Verk Valgeirs spanna víðan völl og hafa hljómað í eyrum þjóðarinnar í 48 ár og rúmlega þremur mánuðum betur um þessar mundir.

Vigdís Vala Valgeirsdóttir er 25 ára gömul. Hún hóf ung að aldri að semja lög og ljóð og 18 ára færði hún föður sínum í sextugsafmælisgjöf lagið Hýjalín sem hún flutti fyrir fullu húsi í Eldborgasal Hörpu. Nú um stundir leggur Vigdís gjörva hönd á margt, heldur áfram að stunda tónsmíðar og textagerð og kemur fram ýmist ein og sér eða með föður eða öðrum samhliða námi sínu á doktorsstigi í rannsóknasálfræði.

FLYTJENDUR 2017

Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona útskrifaðist úr Royal Scottish Academy of Music and Drama árið 2007 með mastersgráður í tónlist og óperu. Helstu óperuhlutverk sem Bylgja Dís hefur flutt eru Donna Anna úr Don Giovanni með RSAMD og Clonter Opera Theatre, Lauretta úr Gianni Schicchi í Skosku óperunni, Tatiyana úr Eugene Onegin með Brittish Youth Opera og Norðurópi, Tosca með Norðurópi, Flora úr La Traviata með Íslensku óperunni, Giovanna úr Rigoletto með Íslensku óperunni, Sour Angelica og einnig nornina og mömmuna úr Hans og Grétu með Óp-hópnum. Hún var varasöngvari fyrir Elisabetta úr Don Carlo hjá Íslensku óperunni og varasöngvari fyrir Brünnhilde úr Die Walküre hjá Norsku óperunni.

Árið 2010 vann Bylgja Dís til fyrstu verðlauna í Barry Alexander International Vocal Competition og söng þar af leiðandi á verðlaunatónleikum í Carnegie Hall.

Bylgja Dís hefur verið meðlimur í Óp-hópnum frá stofnun hans og komið fram með hópnum á fjölmörgum tónleikum og sýningum á undanförunum árum.

Bylgja Dís hefur haldið fjölda einsöngstónleika þ.á.m. tvenna Tíbrártónleika og fjölmarga hádegistónleika hjá Íslensku óperunni. Þá hún hefur komið fram með Royal Scottish National Orchestra og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins þar sem hún söng í Carmina Burana.

Nýlega söng Bylgja Dís hlutverk Sentu í rokkuppfærslu Norðuróps á Hollendingnum fljúgandi. Framundan er meðal annars einsöngur í Lúterskantötu eftir Eirík Árna Sigtryggsson hjá Kjalarnesprófastdæmi.


Margrét Brynjarsdóttir mezzósópran söngkona er fædd og uppalin í Borgfirði. Fyrstu skrefin í tónlist voru tekin við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Akureyrar m.a. undir handleiðslu Michael J. Clarke á Akureyri. Að loknu námi við Menntaskóla Akureyrar hóf hún nám í óperusöng og sviðsframkomu í Svíþjóð og hélt síðar áfram til Meistaranáms í sömu grein í Noregi, þar sem hún starfaði um árabil. Margrét hefur komið víða fram á tónleika- og óperusviðum í Skandinavíu, Englandi, Þýskalandi, Hollandi og í Belgiu þar sem hún er nú búsett. Má þar helst nefna minni hlutverk og tónleika raðir við Norsku Óperuna og aðalhlutverk á sumarhátíð Metropolitan Óperunnar í New York. Samstarf við hljómsveitir sem Liverpool Philharmonics, Weimar Staatskapell, Oslo strings og Norrbotten NEO Ensemble og á hlutverkskránni má sjá Charlotte í Werther eftir Massenet, Lucretia eftir Britten, Erda i Hringagullinu ásamt Waltraute og Schwertleite í Valkyrjum Wagners, Ulrica í Grímuballinu og Frú Quickly i Falstaff eftir Verdi, Zita og La Zia Principessa í Il Trittico eftir Puccini og the Mother í The Consul eftir Menotti, ásamt konum úr heimi söngleikja eins og Mamma Morton í Chicago, Mrs Lovett í Sweeney Todd og Old lady í Candide s.e.s.n. Í sumar má bera Margréti augum í tónleikaröð Hörpunnar "Perlur íslenskra sönglaga" í Eldborg áður en ber af til Opera Holland Nord í ágúst þar sem hún mun þreyta frumraun sína í hlutverki Carmen eftir Bizet

Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó, og þegar hún var fjórtán ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Frá 2008 hefur Lára bryndís verið búsett í Danmörku og lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Aðalkennarar hennar þar voru Ulrik Spang-Hansson og Lars Colding Wolf. Hún starfar nú sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum.

Margrét Hannesdóttir hóf söngnám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur en sótti síðan nám í Söngskóla Sigurðar Demetz undir leiðsögn Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Hún lauk meistaranámi í söng með láði árið 2013 frá Westminster Choir College í Princeton, Bandaríkjunum og fékk tækifæri meðfram meistaranámi sínu til að syngja hlutverk í tveimur óperuuppfærslum, fyrsta piltinn í Töfraflautunni og Oberto í Alcinu eftir Händel. Þá hefur hún tvisvar sungið hlutverk Norinu í óperunni Don Pasquale, á Íslandi og árið 2014 með óperuhópnum L'Opera Piccola í Þýskalandi. Árið 2013 söng Margrét einsöng í Sálumessu Mozarts með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Háskólakórnum sem Gunnsteinn Ólafsson stjórnar. Þá hefur hún sungið á mörgum tónleikum á Íslandi m.a. á vegum Listavinafélags Hallgrímskirkju og einsöngstónleika vegna 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags. Einnig hefur hún sungið á tónleikum, sótt námskeið og einkatíma á Ítalíu, í Bandaríkjunum og í Þýskalandi. 

Aðalsteinn Már Ólafsson baritónn lauk burtfararprófi frá Söngskóla Sigurðar Demetz 2013 þar sem hann naut handleiðslu Kristjáns Jóhannssonar. Á ferli sínum hefur hann sungið á listviðburðunum Bliss og An Die Musik eftir Ragnar Kjartansson sem og verið meðlimur kórs Íslensku Óperunnar. Aðalsteinn fór með hlutverk Kapteinsins í Évgeni Onegin nú siðastliðið hausts í Íslensku Óperunni. Nýverið lauk hann við að syngja á sýningu Ragnars „Guð hvað mér líður illa“ í Listasafni Reykjavíkur.

Sólborg Valdimarsdóttir hóf píanónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur átta ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem Peter Máté var hennar aðalkennari. Vorið 2009 lauk hún Bachelornámi við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peter Máté  og lauk síðan mastersprófi í píanóleik vorið 2011 frá Det Jyske Musikkonservatorium. Hennar aðalkennarar þar voru Prof. Anne Øland og Thomas Tronhjem. Sólborg hefur spilað einleik og komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og í Danmörku meðal annars á Tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík og Tónlistarhátinni Opus í Aarhus. Frá árinu 2016 hefur Sólborg komið reglulega fram sem meðleikari í “Pearls of Icelandic Song” í Tónlistarhúsinu Hörpu. Meðfram tónleikahaldi hefur Sólborg verið að kenna á píanó í Danmörku og á Íslandi. Sólborg lauk diplómanámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands vorið 2014.

Tónlistarkonurnar Heloise Pilkington og Ragnheiður Gröndal koma fram á tónleikum hátíðarinnar þann 16. júlí. Á efnisskránni verður ensk og íslensk tónlist, bæði ný og gömul. Tónlist Heloise hefur sterka tengingu við gyðjutrú og eru mörg laga hennar ákall til ýmissa gyðja og eiginleika sem þær búa yfir. Hún á sér einnig bakgrunn í enskri þjóðlaga- og miðaldatónlist. Tónlist Ragnheiðar er í senn hefðbundin og nýstárleg, íslensk og alþjóðleg og er undir áhrifum frá heimstónlist, djassi og poppi. Með þeim á tónleikunum verða þeir Gerry Diver og Guðmundur Pétursson. Gerry Diver er ættaður frá Írlandi en starfar sem virtur upptökustjóri í London og hefur unnið með Tom Robinson, Lisu Knapp og fjölmörgum öðrum. Hann leikur aðallega á fiðlu og hefur djúpar rætur í enskri og keltneskri tónlistarhefð. Guðmundur Pétursson er flestum kunnugur sem einn af helstu gítarleikurum landsins. Hann hefur einnig gefið út eigin tónlist og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónskáld. 

GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR mezzósópran hefur komið fram sem einsöngvari á tónleikum vítt og breitt um Evrópu, í Bandaríkjunum, Afríku og Suður-Ameríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música de Madrid, Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Wigmore Hall og Royal Festival Hall í London. Hún hefur sungið m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bachsveitinni í Skálholti, Kammersveitinni Ísafold, Caput, Nordic Affect, Sonor Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Madrídar, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London. Haustið 2017 mun hún debútera með Sinfóníuhljómsveit Barcelona.
Guðrún hefur frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi, Írlandi og Íslandi, hlutverk eins og Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo, Prins Orlowsky, Carmen, Sesto, Tónskáldið og titilhlutverkið í Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í Teatro Real í Madríd. 
Guðrún stundaði söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, en þar hlaut hún meistaragráðu í söng og lauk óperudeild skólans. Hún hefur einnig sótt einkatíma í söng hjá Aliciu Nafé í Madríd. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum, svo sem Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunin í Wigmore Hall í London, ljóðasöngsverðlaunin í alþjóðlegu söngkeppninni í Zamora, þriðju verðlaun í Concorso di Musica Sacra í Róm og Joaquín Rodrigo verðlaunin í Madríd. Hún hefur hlotið starfslaun listamanna í eitt ár í tvígang. 

Guðrún hefur sungið inn á geisladiskana: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög, Grieg-Schumann, Apocrypha (Íslensku tónlistarverðlaunin) Iepo Oneipo Heilagur Draumur (Editor´s Choice, Gramophone Magazine), Grannmetislög, Unto Us, Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tíð, English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar, Hjálmar H. Ragnarsson Tengsl , Áskell Másson (Naxos), Óperan Ragnheiður og Secretos quiero descuvrir – Spanish Music for Voice, Violin and Guitar. Guðrún var listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í 11 ár, þar til hún stofnaði Sönghátíð í Hafnarborg. www.gudrunolafsdottir.com 

Spænski gítarleikarinn og tónskáldið FRANCISCO JAVIER JÁUREGUI útskrifaðist með meistaragráðu frá Guildhall School of Music and Drama í London. Gítarkennarar hans þar voru Robert Brightmore og David Miller, en hann lærði einnig spuna hjá David Dolan og á tíorbu hjá David Miller. Áður stundaði hann nám í Los Angeles og Madríd. Javier hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar, á Spáni, Ítalíu, Möltu, Íslandi, í Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Suð-Austur Asíu í tónleikasölum svo sem St Martin in the Fields, Konungshöllinni í El Pardo á Spáni, St. James’ Palace og The Linbury Studio Theatre Covent Garden í London og Auditorio Nacional í Madríd. Hann hefur flutt gítarkonserta eftir Vivaldi og Rodrigo (Concierto de Aranjuez) með sinfóníuhljómsveitinni Schola Camerata á Spáni og komið fram sem einleikari með Sonor Ensemble, en þá hljómsveit skipa hljóðfæraleikarar úr Þjóðarsinfóníuhljómsveit Spánar.  Javier kemur reglulega fram með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran og Elenu Jáuregui fiðluleikara, en þau Elena mynda Roncesvalles dúóið. Javier hefur leikið inn á geisladiskana Mitt er þitt, English and Scottish Romantic Songs og Secretos quiero descubrir. Hann hefur tekið þátt í verkefnum í tónlistarmenntun á vegum Wigmore Hall í London frá árinu 2001 og kennir klassískan gítarleik við St. Louis University í Madríd, þar sem hann er yfirmaður tónlistardeildarinnar. www.javierjauregui.com