Englar og menn

Dagskrá 2018

1. júlí ,,Í DROTTINS ÁST OG FRIÐI” 
Fjölbreytt söngdagskrá með einsöngslögum og dúettum eftir Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Pétur Sigurðsson, Guðna Franzso, F. Schubert, T. Arne, L.V. Beethoven, Donizetti o.fl.
Björg Þórhallsdóttir sópran
Elmar Gilbertsson tenór
Elísabet Waage harpa
Guðni Franzson klarinett
Hilmar Örn Agnarsson harmóníum

8. júlí ,,LÖG UNGA FÓLKSINS"
Söngdagskrá með íslenskum sönglögum og vögguljóðum ásamt þekktum klassískum trúarverkum úr heimi tónbókmenntanna. 
Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór
Bjarni Frímann Bjarnason píanó / orgel

15. júlí ,,HIMNAMÓÐIRIN BJARTA”
Flutt verða verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Þórðarson, Eyþór Stefánsson, Merikanto, Bach, Verdi, Wagner, Luzzi o.fl. 
Sólrún Bragadóttir sópran
Ágúst Ólafsson baritón
Jón Sigurðsson píanó /orgel

22. júlí ,,HEYR MÍNA BÆN”
Á efnisskránni eru einsöngslög og dúettar, Maríubænir og ýmis verk sem tengjast trú og tilfinningum.
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran
Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran
Ástvaldur Traustason orgel / harmonikka

29. júlí ,,SUNNAN YFIR SÆINN BREIÐA”
Tónlistarfeðginin óðkunnu á Eyrarbakka algeir Guðjónsson og Vigdís Vala lytja saman þekkt lög og minna þekkt úr tón- og textasmiðjum sínum. Lög og umfjöllunarefnin spanna breiðan boga, eins og títt er hjá englum og mönnum, þar sem blandast saman andakt, æðruleysi og glaðværð
Vigdís Vala Valgeirsdóttir söngur og gítar
Valgeir Guðjónsson söngur og gítar

5. ágúst ,,KILJAN Í KIRKJUNNI”
Flutt verður dagskrá helguð Halldóri Kiljan Laxness við lög m.a. eftir Jórunni Viðar, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Ásgeirsson. 
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran
Jón Svavar Jósefsson baritón
Guðrún Dalía Salómonsdóttir orgel og píanó

12. ágúst ,,MARÍUMESSA OG LOKATÓNLEIKAR”
Prestur sr. Baldur Kristjánsson
Björg Þórhallsdóttir sópran
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran
Elísabet Waage harpa
Hilmar Örn Agnarsson harmóníum

 

Dagskrá 2017

2. júlí  Ljóð & lög
Dísella Lárusdóttir sópran
Gissur Páll Gissurarson tenór
Árni Heiðar Karlsson píanó og orgel
Á opnunartónleikum hátíðarinnar munu flytjendur flétta saman lög og ljóð frá nyrstu oddum til syðstu tanga, allt frá Jóni Ásgeirssyni til Grieg og Verdi.

9. júlí kl. 14 Helgur hljómur
Margrét Hannesdóttir sópran
Aðalsteinn Már Ólafsson tenór
Sólborg Valdemarsdóttir píanó

Helgur hljómur er yfirskrift tónleika þeirra Margrétar, Aðalsteins og Sólborgar en þau munu flytja sönglög og dúetta eftir Pál Ísólfsson Bjarna Þorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Stradella, Mozart, Durante, Faure o.fl. 

6. júlí kl. 14 Minni eilífðarinnar
Ragnheiður Gröndal söngur og ásláttur
Heloise Pilkington söngur og ásláttur
Guðmundur Pétursson gítar
Gerry Diver fiðla

Tónlistarkonurnar Heloise Pilkington og Ragnheiður Gröndal koma fram á tónleikum hátíðarinnar þann 16. júlí. Á efnisskránni verður ensk og íslensk tónlist, bæði ný og gömul. Tónlist Heloise hefur sterka tengingu við gyðjutrú og eru mörg laga hennar ákall til ýmissa gyðja og eiginleika sem þær búa yfir. Hún á sér einnig bakgrunn í enskri þjóðlaga- og miðaldatónlist. Tónlist Ragnheiðar er í senn hefðbundin og nýstárleg, íslensk og alþjóðleg og er undir áhrifum frá heimstónlist, djassi og poppi. Með þeim á tónleikunum verða þeir Gerry Diver og Guðmundur Pétursson. Gerry Diver er ættaður frá Írlandi en starfar sem virtur upptökustjóri í London og hefur unnið með Tom Robinson, Lisu Knapp og fjölmörgum öðrum. Hann leikur aðallega á fiðlu og hefur djúpar rætur í enskri og keltneskri tónlistarhefð. Guðmundur Pétursson er flestum kunnugur sem einn af helstu gítarleikurum landsins. Hann hefur einnig gefið út eigin tónlist og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónskáld. 

23. júlí kl. 14 Innsýn
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran
Margrét Brynjarsdóttir mezzósópran
Lára Bryndís Eggertsdóttir píanó / orgel

Fluttir verða dúettar og einsöngslög úr heimi ljóða- og óperubókmenntanna sem veita innsýn í líf og aðstæður fólks um allan heim á mismundandi tímum.

30. júlí kl. 14 Mitt er þitt
Duo Atlantica:
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran
Francisco Javier Jáuregui gítar

Dúó Atlantica er skipað mezzósópransöngkonunni Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og spænska gítarleikaranum og tónskáldinu Francisco Javier Jáuregui. Þau eru þekkt fyrir að skapa mikla nánd við áhorfendur, innlifun, frumlegt efnisval, heillandi framkomu, tilfinninganæma túlkun og áhugaverðar kynningar, sem færa hlustendur inn í heim hvers lags fyrir sig. Guðrún og Javier komu fyrst fram saman árið 2002 í Guildhall School of Music and Drama í London, þaðan sem þau luku bæði mastersgráðum í tónlist. Síðan þá hafa þau komið reglulega fram í fjölmörgum tónleikasölum og á tónlistarhátíðum víðs vegar í Evrópu, Bandaríkjunum og Afríku. Þau hafa tekið upp þrjá geisladiska: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög (12 tónar), English and Scottish Romantic Songs for voice and guitar (EMEC Discos) og Secretos Quiero Descubrir (Abu Records). Upptökur þeirra má einnig heyra á diskunum Inspired by Harpa, Icelandic Folksongs and Other Favorites og Kom skapari. www.duoatlantica.com

Lokatónleikar

13. ágúst kl. 15 Uppskerumessa og tónleikar
Björg Þórhallsdóttir sópran
Elísabet Waage harpa
Hilmar Örn Agnarsson harmóníum
Guðsþjónustu annast sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur

 

Dagskrá 2016

3. júlí 2016
Sálir okkar mætast
Heloise Pilkington - söngur
Jennifer Bliss Bennett - gamba
Ragnheiður Gröndal - söngur
Guðmundur Pétursson - gítar

10. júlí 2016
Verndarvængur
Björg Þórhallsdóttir - sópran
Einar Clausen - tenór
Chrissie Guðmundsdóttir - fiðla
Ingunn Erla Kristjánsdóttir - selló
Hilmar Örn Agnarsson - orgel

17. júlí 2016
Heyr himna smiður
Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir - sópran
Ásgeir Páll Ágústsson - baritón
Arnhildur Valgarðsdóttir - píanó/orgel

24. júlí 2016
Í ljúfum blæ
Þóra Einarsdóttir - sópran
Björn Jónsson - tenór
Svanur Vilbergsson - gítar

31. júlí 2016
Stóðum tvö í túni
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir - mezzósópran
Ágúst Ólafsson - baritón
Jón Bjarnason - orgel

 

Dagskrá 2015

 2. júlí 2015
Rómantík að sumri
Fluttar verða sígildar og rómantískar perlur eftir íslensk og evrópsk tónskáld s.s. Árna Thorsteinsson, Eyþór Stefánsson, Inga T. Lárusson, Sigvalda Kaldalóns, Tryggva M. Baldvinsson, Schubert, Schumann, Mendelssohn, Elgar, Bizet og Chopin.

Björg Þórhallsdóttir sópran
Hrólfur Sæmundsson bariton
Helga Bryndís Magnúsdóttir, harmóníum og orgel

19. júlí 2015
Enn er vor um haf og land
Kristjana Stefáns og Svavar Knútur flytja dagskrá þar sem fara saman lög um fegurð og harma hafs og lands. Fara þar saman sígild íslensk sönglög og frumsamin lög eftir söngvaskáldin. Gleði og sorgir, draumar, trú og þrár Íslendinga sem hafa sótt á miðin og unnað hörðu landi í aldanna rás.

2. ágúst 2015
Þér ég þakka
Tónleikarnir eru tileinkaðir Maríu Guðsmóður og móðurhluterkinu. Þær munu flytja íslensk og erlend ljóð, bænir og aríur sem fjalla um Maríu mey, móðurhlutverkið og vernd eftir innlend og erlend tónskáld. 

Ísabella Leifsdóttir sópran
Margrét Einarsdóttir ,sópran
Þóra Passauer, kontra-alt
Magnúsi Ragnarssyni, orgel

9. ágúst 2015
Baðstofan og kirkjuloftið
Á tónleikunum munu þeir félagar flytja tónlist sem hljómaði í baðstofum torfhúsanna og sveitakirkjum landsins. 

Eyjólfur Eyjólfsson, tenór
Hugi Jónsson, baritón
Kári Allansson, langspil og harmóníum

16. ágúst 2015
Maríu - og uppskerumessa
Björg Þórhallsdottir, sópran
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran
Elísabet Waage, harpa
Hilmar Örn Agnarsson, orgel

Dagskrá 2014

5. júlí 2014
Ef engill ég væri
Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Hallgrím Helgason og samtímatónskáldin okkar þá Daníel Þorsteinsson, Guðna Franzsson og Tryggva M. Baldvinsson ásamt klassískum perlum og dúettum eftir Schubert, Beethoven, Brahms og Webber.

Björg Þórhallsdóttir, sópran
Elísabet Waage, harpa
Hilmar Örn Agnarsson, orgel
Sérstakur gestur: Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran

19. júlí 2014
Blásið þið, vindar!

Feðgarnir Bragi Bergþórsson tenór og Bergþór Pálsson baritón gleðja tónleikagesti með söng sínum þar sem munu hljóma sönglög Inga T. Lárussonar. Meðleikari þeirra verður Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. 

26. júlí 2014
Heyr mig, lát mig lífið finna
Hluti dagskrár verður tileinkaður 150 ára fæðingarafmæli Einars Benediktssonar ljóðskálds, sem bjó síðustu æviár sín í Herdísarvík í Selvogi. Á dagskrá þeirra eru einnig Kirkjulög Jóns Leifs ásamt tónlist eftir Bach og Suður-Evrópsk tónskáld.

Gunnar Guðbjörnsson, tenór
Helga Bryndís Magnúsdóttir, orgel
 

 

Dagskrá 2013

14. júlí 2013

Tríó-Suð, skipað þeim Margréti Stefánsdóttur sópransöngkonu, Jóhanni Stefánssyni trompetleikara og Hilmari Erni Agnarssyni organista. Sérlegur gestur tríósins verður Hjörleifur Valsson fiðluleikari.

21. júlí 2013
Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Arvo Pärt, Franck, Elgar, Mascagni og Wagner, en í ár eru 200 ár frá fæðingu hans. Einnig verða flutt íslensk sönglög, m.a. verk eftir sunnlensku skáldin og frændurna Sigfús Einarsson og Pál Ísólfsson ásamt fleirum.

Björg Þórhallsdóttir, sópran
Hrólfur Sæmundsson, baritón
Hilmar Örn Agnarsson, harmóníum
Kristín Lárusdóttir, selló

28. júlí 2013
Bára Grímsdóttir tónskáld og þjóðlagasöngkona, ásamt Chris Foster gítarleikara koma fram munu flytja íslensk sálmalög og kvæðalög undir yfirskriftinni ,,Megindrottning manna og engla” og leika m.a. á harmóníum, langspil, gítar og kantele.

4. ágúst 2013
Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran kemur fram og messu annast sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson sóknarprestur á Selfossi. Anna Sigríður og sr. Kristinn munu syngja saman Englamessuna eða Missa de Algelis, áttundu messu. Anna Sigríður mun einnig flytja Maríubænir og söngva tengda englum.

11. ágúst 2013
Benedikt Kristjánsson tenór og Bjarni Frímann Bjarnason, sem leikur á tónleikunum á harmóníum, harmonikku og gítar. Á efnisskrá þeirra eru íslensk sönglög eftir Árna Thorsteinsson, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson, Markús Kristjánsson, Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns, 3 lög úr Malarastúlkunni fögru eftir Franz Schubert og aría úr óperunni Don Giovanni eftir W.A Mozart. 
 

18. ágúst 2013
Uppskerumessa hefst kl. 14 þar sem sr. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju þjónar, Kór Þorlákskirkju syngur og organisti er Hannes Baldursson. Ungur fiðlusnillingur frá Hveragerði, Hulda Jónsdóttir fiðluleikari mun flytja tónlist frá kl. 13.40 til 14 ásamt því að flytja tónlistaratriði í messunni. Með henni koma einnig fram móðir hennar, Gyða Halldórsdóttir á orgel og bróðir hennar, Ragnar Jónsson á selló.

25. ágúst 2013
Verndi þig englar
Á efnisskrá eru verk eftir stóru meistarana Händel, Bach og Mascagni og íslensk sönglög eftir Sigurð Þórðarson, Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinsson og Elísabetu Einarsdóttur,ásamt sunnlensku tónskáldunum Sigfúsi Einarssyni, Páli Ísólfssyni og Siguróla Geirssyni, sem ættaður var úr Selvognum.

Björg Þórhallsdóttir, sópran
Hilmar Örn Agnarsson, orgel
Elísabet Waage, harpa