Maríumessa og lokatónleikar 11. ágúst
Aug
11
2:00 PM14:00

Maríumessa og lokatónleikar 11. ágúst

0C7E27B8-D1EB-4CE8-A777-CCA55C5D47C1.jpeg

Tónlist:
Björg Þórhallsdóttir sópran
Oddur Arnþór Jónsson barítón
Elísabet Waage harpa
Gunnar Kvaran selló
Hilmar Örn Agnarsson harmóníum

Árleg Maríumessa og jafnframt lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar.

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup þjónar. Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Elísabet Waage harpa, Gunnar Kvaran selló og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum. Þau flytja blandaða dagskrá af sálmum, íslenskum sönglögum, Maríubænum og þekktum perlum tónbókmenntanna eftir Sigvalda Kaldalóns, Hreiðar Inga Þorsteinsson, A. Pärt, F. Schubert, J. Brahms, A. Vivaldi, P. Mascagni o.fl.

Áralöng hefð er nú orðin fyrir því að fella saman guðsþjónustu og lokatónleika hátíðarinnar á þessum tíma, sem ber upp á Maríumessu að sumri. Þar eru þakkaðar gjafir jarðar og lof m.a. sungið til Mariu meyjar, verndardýrlingskirkjunnar.

View Event →
„Í nafni þínu" - Tónleikar 4. ágúst 2019
Aug
4
2:00 PM14:00

„Í nafni þínu" - Tónleikar 4. ágúst 2019

Valgerður Guðnadóttir söngur / mandólín
Helga Laufey Finnbogadóttir harmóníum / píanó
Guðjón Þorláksson kontrabassi

Á efnisskránni eru íslensk og evrópsk þjóðlög ásamt tónlist eftir
Magnús Eiríksson, Hilmar Oddsson, Helgu Laufeyju Finnbogadóttur, Rodgers og Hammerstein, Cole Porter, Kurt Weill o.fl.

Húsið opnar kl. 13.15 og tónleikar hefjast kl. 14:00.

Aðgangseyrir: 2900kr. Miðar eingöngu seldir við dyrnar.

Valgerður Guðnadóttir nam við Söngskólann í Reykjavík og við framhaldsdeild Guildhall School of Music and Drama í London. Hún hóf söngferil sinn með hlutverki Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu 18 ára gömul. Síðan þá hefur hún sungið og leikið á ólíkum vettvangi, t.d. hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Íslensku Óperunni. Valgerður lék hlutverk Maríu í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu og hlaut fyrir það Grímuna, Íslensku leiklistarverðlaunin, sem Söngvari ársins. Valgerður hefur farið með mörg hlutverk á ferlinum, allt frá söngleikjum til óperu eins og t.d. Fantine í Vesalingunum, Lindu í Gauragangi, Janet í Rocky Horror, Papagenu í Töfraflautunni, Mercedes í Carmen, Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós og Poppeu í Krýningu Poppeu. Haustið 2015 fór hún með hlutverk Bertu í Rakaranum frá Sevilla hjá Íslensku Óperunni en fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngkona ársins.

Valgerður hefur sungið inn á fjölmarga hljómplötur og árið 2010 kom út sólóplata hennar, Draumskógur. Valgerður hefur haldið fjölda tónleika og komið víða fram sem einsöngvari hér heima og erlendis m.a. á opnunarhátíð Hörpu 2011 og margsinnis sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Valgerður söng hlutverk Völvunnar í Völuspá, nýju tónverki eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson fyrir sinfóníuhljómsveit og kór sem flutt var í Færeyjum 2018 og fór í sama mánuði með hlutverk Christine Daaé í The Phantom of the Opera í Eldborgarsal Hörpu en fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Grímunnar 2018. Valgerður hlaut jafnframt tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í janúar s.l. sem söngkona ársins í sígildri-og samtímatónlist.

Helga Laufey Finnbogadóttir lauk burtfararprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði síðan framhaldsnám við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam, fyrst í klassískri tónlist en söðlaði yfir í jazzdeild skólans og útskrifaðist þaðan 1994. Hún hefur starfað við marga tónlistarskóla sem undirleikari, m.a. við Söngskólann í Reykjavík, söngdeild Tónlistarskóla FÍH, Domus Vox, Tónskóla Sigursveins og Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz auk þess að kenna á píanó við Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi. Hún hefur tekið þátt í tónleikahaldi innanlands og utan meðal annars í Norræna húsinu, á Gljúfrasteini og Múlanum.

Guðjón Steinar Þorláksson lauk burtfaraprófi á kontrabassa frá Tónlistarskóla Kópavogs og kennaraprófi frá Kennaraháskólanum. Hann hefur kennt við Tónskólann Do Re Mí frá árinu 1995 og Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi frá árinu 1996 þar sem hann er aðstoðarskólastjóri. Guðjón hefur spilað jöfnum höndum klassíska tónlist, dægurtónlist og jazztónlist með hinum ýmsum tónlistarmönnum hér á landi. Hann hefur meðal annars spilað á Múlanum, Stofutónleikum á Gljúfrasteini og í Norræna húsinu.




View Event →
„Guðdómleg klassík" - Tónleikar 28. júlí 2019
Jul
28
2:00 PM14:00

„Guðdómleg klassík" - Tónleikar 28. júlí 2019

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran
Egill Árni Pálsson tenór
Hrönn Helgadóttir harmóníum / píanó

Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Eyþór Stefánsson, Jón Ásgeirsson og Gunnar Þórðarson  ásamt aríum, dúettum og kirkjutónlist eftir R. Wagner, G. Verdi, J. Massenet, C. Gounod, Stradella o.fl.  Þá verða frumflutt á tónleikunum tvö verk eftir Ólaf B. Ólafsson.

Miðaverð er kr. 2.900 og miðar eru seldir við innganginn.

Kirkjan opnar kl. 13.15 og tónleikar hefjast kl. 14:00.

Egill Árni Pálsson lauk námi við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Hann lauk einnig söng og söngkennara námi frá David Jones Voice Studio í New York.  Egill hefur starfað sem einsöngvari í þýskalandi og Bandaríkjunum síðan 2008. Hann hefur sungið mörg af stóru hlutverkum óperubókmenntanna á síðustu árum.  Egill gaf út geisladiskinn Leiðsla, árið 2016 sem er samansafn af íslenskum sönglögum og dúettum.  Hann situr í stjórnum Félags íslenskra tónlistarmanna, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi auk þess að vera formaður Félags íslenskra söngkennara.
Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk burtfararprófi þaðan árið 2000. Að námi loknu í Reykjavík lá leiðin til Þýskalands þar sem Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Nürnberg undir handleiðslu Prof.Arno Leicht, og lauk hún mastersnámi þaðan með láði í óperu og ljóðasöng sumarið 2005. Ingibjörg hefur komið fram á tónleikum sem einsöngvari við ýmis tækifæri og kirkjulegar athafnir, haldið fjölda tónleika, sungið á óperusviðum og einsöng með kórum og sinfóníuhljómsveitum m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Tékklandi og á Íslandi. Á árunum 2005-2012 starfaði Ingibjörg við Heilig-Geist Theater í Nürnberg og söng leiðandi sópranhlutverk í fjölda óperusýninga. Auk þess að starfa sem söngkona þá er Ingibjörg Aldís umsjónar- og tónlistarkennari við Klettaskóla í Reykjavík, og situr einnig í stjórn Félags Íslenskra Söngkennara.

Hrönn Helgadóttir er fædd árið 1970. Hún hóf nám í píanóleik 8 ára gömul og lauk 7. stigs prófi frá Nýja Tónlistarskólanum vorið 1991 undir handleiðslu Rögnvaldar Sigurjónssonar. Sama ár hóf hún orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og lauk þaðan 8. stigs prófi í orgelleik vorið 1997 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Einnig stundaði hún söngnám og lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1998 og Burtfararprófi í söng frá Tónlistarskólanum í Mosfellsbæ vorið 2004 þar sem Jón Þorsteinsson var söngkennari hennar. Hrönn hefur starfað fyrir Grafarholtssöfnuð síðan 2005 sem organisti og kórstjóri. Jafnhliða því starfi er Hrönn stjórnandi kórsins Vorboða í Mosfellsbæ.





View Event →
„Vor í holtinu" - Tónleikar 21. júlí 2019
Jul
21
2:00 PM14:00

„Vor í holtinu" - Tónleikar 21. júlí 2019

Auður Gunnarsdóttir sópran
Ágúst Ólafsson baritón
Eva Þyrí Hilmarsdóttir harmóníum / píanó

„Vor í holtinu". Á efnisskránni er blönduð dagskrá sem samanstendur af sálmum, þjóðlagaútsetningum og íslenskum sönglögum. Meðal sönglaga verða nokkur lög eftir Jónas Ingimundarson píanóleikara en hann fagnaði 75 ára afmæli í maí sl.

Auður Gunnarsdóttir sópran er fædd í Reykjavík. Hún lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1991 þar sem kennari hennar var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Árið 1992 hélt hún til Stuttgart þar sem hún stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann og lauk árið 1995 Diplomaprófi frá Ljóðadeild, 1996 M.A. prófi frá óperudeild, 1997 M.A. frá einsöngvaradeild. Kennarar hennar þar voru Prof.Luisa Bosabalian og Carl Davis. Á námsárunum sótti Auður námskeið hjá Renötu Scotto, Brigitte Fassbaender og Hermann Prey. Haustið 1999 fékk Auður fastan samning við óperuna í Würzburg þar sem hún söng mörg aðalhlutverk fyrir sópran. Má þar nefna Rosalindu í Leðurblökunni, Antóníu í Ævintýrum Hoffmanns, Pamínu í Töfraflautunni, Micaälu í Carmen, Donnu Elviru í Don Giovanni, Blance í Samtali karmellítanna, Annínu í Nótt í Feneyjum, Luísu í Unga lordinum o.m.fl. Auk þess kom Auður reglulega fram í óperuhúsunum í Mannheim, Heidelberg, Bielefeld og Hannover. Auður hefur haldið fjölda ljóðatónleika hér heima og erlendis og hefur hún hlotið fjölda styrkja, meðal annars styrk þýska Wagner félagsins, listamannalaun ríkisins og styrki úr Tónlistarsjóði. Diskar sem Auður hefur sungið inn á eru Íslenskir söngvar, Der Tod Jesu með Fílharmóníukórnum í Stuttgart, heildarútgáfa af verkum Sigvalda Kaldalóns og Jóns Þórarinssonar, Little Things Mean a Lot og Ljóð, Lieder, Songs en sá síðast nefndi var tilnefndur til Íslensku tónslistarverðlaunanna 2012.

Í Íslensku óperunni hefur Auður farið með hlutverk Mimiar í La Bohéme, Pamínu og 2.Dömu í Töfraflautunni , Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós, Santuzzu í Cavaleria Rusticana og Elle í La voix humaine. Fyrir hlutverk Elle hlaut Auður tilnefningu til Grímuverlaunanna og Íslensku tónlistarverlaunanna sem besta söngkona ársins 2017. Auður hefur oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og sem einsöngvari með ýmsum kórum og sönghópum. Má þar nefna sönghópinn The King´s singers og karlakórinn Fóstbræður.

Ágúst Ólafsson baritón stundaði nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Eiði Á. Gunnarssyni og síðan við Síbelíusar-akademíuna hjá Jorma Hynninen og Sauli Tiilikainen. Hlutverk Ágústs hjá Íslensku óperunni eru fjöldamörg, þar á meðal Papageno í Töfraflautunni í fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í Hörpu, Marcello í La Bohème, titilhlutverkið í Sweeney Todd, Skugginn í The Rake‘s Progress, Harlekin í Ariadne á Naxos, Douphol barón í La traviata, Belcore í Ástardrykknum og Marullo í Rigoletto, auk þess sem hann var einn söngvaranna í sýningunni Perluportið vorið 2011 og í Óperuperlum árin 2007 og 2009.

Í maí 2009 fór hann með hlutverk Álfs í frumflutningi óperunnar Hel eftir Sigurð Sævarsson. Ágúst hlaut Grímuna árið 2010 fyrir hlutverk sitt í Ástardrykknum í Íslensku óperunni haustið 2009. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut árið 2011 Íslensku tónlistarverðlaunin sem Flytjandi ársins ásamt Gerrit Schuil fyrir flutning sinn á ljóðaflokkum Schuberts á Listahátíð í Reykjavík 2010. Hann söng hlutverk Dancaïre í Carmen hjá Íslensku óperunni haustið 2013.Að loknum prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík stundaði Eva Þyri Hilmarsdóttir nám við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku, og lauk þaðan einleikaraprófi. Að því loknu nam hún við The Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Helstu kennarar hennar voru Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, John Damgård og Michael Dussek.

Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka m.a. á hátíðunum Myrkum Músíkdögum, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín og Young Composers Symposium í London. Undanfarin ár hefur hún einnig lagt mikla áherslu á flutning ljóðasöngs og kammertónlistar og kom m.a. fram á rúmlega hundrað tónleikum tileinkuðum íslenskum sönglögum í Hörpu, í tónleikaseríunni Pearls of Icelandic Song.

Eva Þyri tók þátt í uppsetningu Íslensku óperunnar 2017 á Mannsröddinni eftir Poulenc og 7. desember síðastliðinn kom út geisladiskur með söngverkum Jórunnar Viðar sem hún hefur unnið í samstarfi við Erlu Dóru Vogler í tilefni 100 ára afmælis Jórunnar og var sá diskur tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2019.


Kirkjan opnar kl. 13.15 og tónleikar hefjast kl. 14:00.

Aðgangseyrir: 2900 kr. Miðar eingöngu seldir við dyrnar.



View Event →
„Langt fyrir utan ystu skóga" - Tónleikar 14. júlí 2019
Jul
14
2:00 PM14:00

„Langt fyrir utan ystu skóga" - Tónleikar 14. júlí 2019

Hrafnhildur Árnadóttir sópran
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór
Matthildur Anna Gísladóttir harmóníum / píanó

Á efnisskránni eru ítalskar antík-aríur og íslenskar alþýðuperlur eftir Caccini, Caldara, Giordani, Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Böðvar Guðmundsson, Ingibjörgu Þorbergs, Braga V. Skúlason o.fl.

Húsið opnar kl. 13.15 og tónleikar hefjast kl. 14:00.

Aðgangseyrir: 2900 kr. Miðar eingöngu seldir við dyrnar.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, hefur sungið frá unga aldri en hún lauk mastersnámi í óperusöng frá Hollensku Óperuakademíunni í Amsterdam árið 2015. Áður nam hún við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Dóru Reyndal og í dag kemur hún reglulega fram sem einsöngvari. Hrafnhildur hefur komið fram á fjölda tónleika og óperusýninga erlendis og hérlendis en nýlegustu verkefni hennar eru einsöngur á vortónleikum Karlakórs Reykjavíkur, hlutverk Anninu í La Traviata eftir Verdi hjá Íslensku óperunni, tónleikar í Mývatnssveit, Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2019 og ljóðatónleikar í Salnum, Kópavogi og Norðurljósum í Hörpu. 

Matthildur Anna Gísladóttir lauk bachelornámi í einleik frá Listaháskóla Íslands árið 2007 undir leiðsögn Peter Máté. Einnig lauk hún mastersnámi í meðleik við Royal Academy of Music í London með Andrew West sem aðalkennara og mastersnámi í óperuþjálfun frá Alexander Gibson Opera School í Royal Conservatoire of Scotland og hlaut þar James H. Geddes Repetiteur verðlaunin. Þar naut hún leiðsagnar Tim Dean og Oliver Rundell. Veturinn 2014- 15 starfaði hún sem óperuþjálfi hjá RCS. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika og komið að óperuuppsetningum m.a. hjá Íslensku óperunni, British Youth Opera, Clonter Opera, Lyric Opera Studio í Weimar, Scottish Opera og Royal Academy Opera. Matthildur kennir nú við Listaháskóla Íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Þorsteinn Freyr Sigurðsson lærði söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur frá 2005 til 2010, fyrst við tónlistarskóla Reykjavíkur síðan við Listaháskóla Íslands þar sem hann lauk Bachelor gráðu. Hann lauk mastersgráðu í óperusöng árið 2013 við Hanns Eisler í Berlín undir handleiðslu Prof. Scot Weir og eftir útskrift með Prof. Janet Williams. Árið 2014 hóf Þorsteinn störf við Óperuhúsið Theater Ulm í Suður-Þýskalandi til ársins 2017 þar sem hann söng fjölmörg aðalhlutverk í óperum m.a. eftir W.A.Mozart, Franz Lehár og G.Donizetti. Þorsteinn söng hlutverk Spoletta í uppfærslu Tosca í íslensku óperunni haustið 2017. Þorsteinn starfar nú á íslandi við söng, söngkennslu og stýrir barnakórum.

Hrafnhildur, Anna, Þorsteinn.JPG
View Event →
Jul
7
2:00 PM14:00

,,Syngið þið fuglar" - Tónleikar 7. júlí 2019

Lilja Guðmundsdóttir sópran
Kristín Sveinsdóttir mezzósópran
Helga Bryndís Magnúsdóttir harmóníum / píanó

Á efnisskránni eru einsöngslög og dúettar eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Eyþór Stefánsson, Mendelssohn og Monteverdi ásamt enskum og amerískum þjóðlögum.

Húsið opnar kl. 13.15 og tónleikar hefjast kl. 14:00.

Aðgangseyrir: 2900 kr. Miðar eingöngu seldir við dyrnar.

7. júlí mynd.jpg
View Event →
„Himinborna dís" - Tónleikar 30. júní
Jun
30
2:00 PM14:00

„Himinborna dís" - Tónleikar 30. júní

,,Himinborna dís” er yfirskrift opnunartónleika hátíðarinnar 2019 en flytjendu eru Björg Þórhallsdóttir sópran,  Elísabet Waage hörpuleikari,  Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Megnið af enfisskránni verður helguð minningu Atla Heimis Sveinssonar en einnig verða flutt sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, F. Schubert o.fl.

Húsið opnar kl. 13.15 og tónleikar hefjast kl. 14:00.

Aðgangseyrir: 2900 kr. Miðar eingöngu seldir við dyrnar.

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona lauk framhaldsnámi í óperusöng við óperu- og einsöngvaradeild Konunglega tónlistarháskólans í Manchester á Englandi vorið 1999 og stundaði síðan frekara nám í Lundúnum hjá hinum virta söngkennara, Dr. Iris Dell’Acqua með hléum og meðfram söngstörfum til vorsins 2006.  
Björg hefur haldið einsöngstónleika og komið fram sem einsöngvari við fjölda tækifæra hér á landi sem og víða í Evrópu. Hún hefur sent frá sér þrjár hljómplötur, Það ert þú! Eyjafjörður – ljóð og lag árið 2000, Himnarnir opnast- jólaperlur árið 2006, Gullperlur árið 2007 og í júlí nk. sendir hún frá sér nýja hljómplötu með íslenskum sönglögum ásamt Elísabetu Waage og Hilmari Erni Agnarssyni.  Björg hefur einnig hljóðritað bæði fyrir útvarp og sjónvarp á Íslandi. 

Flutningur kirkjulegrar tónlistar hefur skipað stóran sess á söngferli Bjargar en sérstaka rækt hefur hún lagt við flutning og kynningu íslenskra sönglaga og sönglagahefðar, jafnt hér heima og erlendis. Hún hefur starfað náið með Elísabetu Waage hörpuleikara sl. 10 ár og hafa þær haldið fjölmarga tónleika víða um land og erlendis á  tónlistarhátíðum og í sumartónleikaröðum.  Frá árinu 2011 hefur Hilmar Örn Agnarsson organisti komið fram með þeim, en Björg og Hilmar hafa einnig haldið tónleika víða hér á landi og erlendis, m.a. í Noregi, Þýskalandi, Englandi, Slóvakíu, Spáni og Frakklandi. Árið 2014 komu þau m.a. fram á tónleikum á Salisbury International Arts Festival á Englandi og árið 2016 komu þau fram á tónleikum í Klettakirkjunni í Helsinki. 

Björg hefur einnig frumflutt verk með Kammerkór Suðurlands, m.a. verk eftir breska tónskáldið Jack White í Southwark Cathedral í Lundúnum árið 2013 og síðar á Listahátíð í Reykjavík 2014, á Salisbury Interntational Arts Festival á Englandi og Umeå International Choir Festival í Svíþjóð, þar sem flutningnum var útvarpað beint hjá sænska ríkisútvarpinu. 

Þá er Björg stofnandi og  listrænn stjórnandi árlegu Tónlistarhátíðarinnar í Strandarkirkju í Selvogi - Englar og menn. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007 og þáði Starfslaun listamanna 2013 og 2014. 
Elísabet Waage stundaði nám í píanó- og hörpuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk píanókennaraprófi þar 1982.  Þá nam hún hörpuleik við Konunglega Tónlistarháskólann í den Haag í Hollandi.  Kennari hennar var hinn virti hörpuleikari og kennari, Edward Witsenburg.  Árið 1987 lauk hún náminu með einleikara-og kennaraprófi. 

Árið 1987 voru Elísabet og Peter Verduyn Lunel flautuleikara valin til þáttöku í verkefni sem Yehudi Menuhin setti á fót.  Þau léku í nokkur ár á vegum Young Musician Stofnunarinnar í Hollandi.   

Hún hefur spilað í kammermúsíkhópum  s.s. Kammersveit Reykjavíkur, Caput-hópnum og verið gestur Cikada í Noregi.  Eins hefur hún leikið í ýmsum sinfóníuhljómsveitum, m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Noord-Nederlands Orkest í Hollandi.  Hún hefur komið fram sem einleikari með Kammersveit Rvk., Íslensku hljómsveitinni, Autunno í Hollandi, Avanti í Finnlandi og Århus Sinfonietta í Danmörku.  Elísabet hefur gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og leikið inn á geisladiska.  Þeirra á meðal eru diskar með Peter Verduyn Lunel, flautuleikara (Arsis 1994), Gunnari Kvaran, sellóleikara (Sonet 2004) og Laufeyju Sigurðardóttur, fiðluleikara; SERENA(2008).

Síðan haustið 2002 hefur hún verið hörpukennari við Tónlistarskóla Kópavogs. 

Tvívegis hefur Elísabet þegið boð um að spila á Alþjóðlegu hörpuþingi (World Harp Congress), í Kaupmannhöfn árið 1993 og í Amsterdam 2008.

Hjörleifur Valsson (f.1970) lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Ósló árið 1993,þar sem aðalkennari hans var Eivind Aadland, en hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag-konservatóríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár,auk þess að leika með ýmsum kammersveitum og hljómsveitum þar í borg. Hjörleifur lauk Dipl.Mus.gráðu frá Folkwang Hochschule í Essen sumarið 2000. Á námsárum sínum í Mið-Evrópu sótti hann námskeið hjá Grigorij Zhislin, Truls Mörk, Pierre Amoyal, Sergey Stadler, Pavel Gililov o.fl. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um
Evrópu, starfað með tónlistarmönnum á borð við Mstislav Rostropovitsj, Shlomo Mintz, Gilles Apap
o.fl., samið, útsett og leikið tónlist fyrir leikhús og margoft tekið þátt í upptökum fyrir útvarp,
sjónvarp, kvikmyndir og hljómplötuútgáfur. Hjörleifur hefur verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi um margra ára skeið en er nú búsettur í Noregi.

Hilmar Örn Agnarsson hóf tónlistarnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar ungur að árum. Hann lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, þar sem aðalkennari hans var Jónas Ingimundarson. Að útskrift lokinni starfaði hann sem organisti og kórstjóri í Þorlákshöfn og Strandarkirkju árin 1983 til 1985. Í kjölfarið hélt hann til Þýskalands til frekara náms í orgelleik og kórstjórn, sem hann stundaði við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Hamborg frá 1985 til 1991.

Árið 1991 var Hilmar Örn ráðinn organisti við Skálholtsdómkirkju og stjórnaði þar öflugu tónlistarlífi um árabil; tók því næst við stöðu dómorganista í Kristskirkju, Landakoti í Reykjavík og starfar nú sem organisti og kórstjóri við Grafarvogskirkju, auk þess að stýra kórunum Vox populi, Söngfjelaginu og Kammerkór Suðurlands. Þá hefur Hilmar Örn verið í afleysingastöðu organista við Hafnarfjarðarkirkju frá síðustu áramótum og stjórnað Barbörukórnum. 


Hjörleifur Valsson.JPG



View Event →