Englar og menn

Tónlistarhátíð Strandarkirkju

Tónlistarhátíðin Englar og menn býður til tónleika í Strandarkirkju alla sunnudaga í júlí. 

 

2. júlí  Ljóð & lög
Dísella Lárusdóttir sópran
Gissur Páll Gissurarson tenór
Árni Heiðar Karlsson píanó og orgel
Á opnunartónleikum hátíðarinnar munu flytjendur flétta saman lög og ljóð frá nyrstu oddum til syðstu tanga, allt frá Jóni Ásgeirssyni til Grieg og Verdi.

9. júlí kl. 14 Helgur hljómur
Margrét Hannesdóttir sópran
Aðalsteinn Már Ólafsson tenór
Sólborg Valdemarsdóttir píanó

Helgur hljómur er yfirskrift tónleika þeirra Margrétar, Aðalsteins og Sólborgar en þau munu flytja sönglög og dúetta eftir Pál Ísólfsson Bjarna Þorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Stradella, Mozart, Durante, Faure o.fl. 

6. júlí kl. 14 Minni eilífðarinnar
Ragnheiður Gröndal söngur og ásláttur
Heloise Pilkington söngur og ásláttur
Guðmundur Pétursson gítar
Gerry Diver fiðla

Tónlistarkonurnar Heloise Pilkington og Ragnheiður Gröndal koma fram á tónleikum hátíðarinnar þann 16. júlí. Á efnisskránni verður ensk og íslensk tónlist, bæði ný og gömul. Tónlist Heloise hefur sterka tengingu við gyðjutrú og eru mörg laga hennar ákall til ýmissa gyðja og eiginleika sem þær búa yfir. Hún á sér einnig bakgrunn í enskri þjóðlaga- og miðaldatónlist. Tónlist Ragnheiðar er í senn hefðbundin og nýstárleg, íslensk og alþjóðleg og er undir áhrifum frá heimstónlist, djassi og poppi. Með þeim á tónleikunum verða þeir Gerry Diver og Guðmundur Pétursson. Gerry Diver er ættaður frá Írlandi en starfar sem virtur upptökustjóri í London og hefur unnið með Tom Robinson, Lisu Knapp og fjölmörgum öðrum. Hann leikur aðallega á fiðlu og hefur djúpar rætur í enskri og keltneskri tónlistarhefð. Guðmundur Pétursson er flestum kunnugur sem einn af helstu gítarleikurum landsins. Hann hefur einnig gefið út eigin tónlist og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónskáld. 


23. júlí kl. 14 Innsýn
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran
Margrét Brynjarsdóttir mezzósópran
Lára Bryndís Eggertsdóttir píanó / orgel

Fluttir verða dúettar og einsöngslög úr heimi ljóða- og óperubókmenntanna sem veita innsýn í líf og aðstæður fólks um allan heim á mismundandi tímum.

30. júlí kl. 14 Mitt er þitt
Duo Atlantica:
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran
Francisco Javier Jáuregui gítar

Dúó Atlantica er skipað mezzósópransöngkonunni Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og spænska gítarleikaranum og tónskáldinu Francisco Javier Jáuregui. Þau eru þekkt fyrir að skapa mikla nánd við áhorfendur, innlifun, frumlegt efnisval, heillandi framkomu, tilfinninganæma túlkun og áhugaverðar kynningar, sem færa hlustendur inn í heim hvers lags fyrir sig. Guðrún og Javier komu fyrst fram saman árið 2002 í Guildhall School of Music and Drama í London, þaðan sem þau luku bæði mastersgráðum í tónlist. Síðan þá hafa þau komið reglulega fram í fjölmörgum tónleikasölum og á tónlistarhátíðum víðs vegar í Evrópu, Bandaríkjunum og Afríku. Þau hafa tekið upp þrjá geisladiska: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög (12 tónar), English and Scottish Romantic Songs for voice and guitar (EMEC Discos) og Secretos Quiero Descubrir (Abu Records). Upptökur þeirra má einnig heyra á diskunum Inspired by Harpa, Icelandic Folksongs and Other Favorites og Kom skapari. www.duoatlantica.com

Lokatónleikar

13. ágúst kl. 15 Uppskerumessa og tónleikar
Björg Þórhallsdóttir sópran
Elísabet Waage harpa
Hilmar Örn Agnarsson harmóníum
Guðsþjónustu annast sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur