Englar og menn

Tónlistarhátíð Strandarkirkju

Tónlistarhátíðin Englar og menn býður til tónleika í Strandarkirkju alla sunnudaga í júlí. 

12. júlí 2015
Rómantík að sumri
Fluttar verða sígildar og rómantískar perlur eftir íslensk og evrópsk tónskáld s.s. Árna Thorsteinsson, Eyþór Stefánsson, Inga T. Lárusson, Sigvalda Kaldalóns, Tryggva M. Baldvinsson, Schubert, Schumann, Mendelssohn, Elgar, Bizet og Chopin.

Björg Þórhallsdóttir sópran
Hrólfur Sæmundsson bariton
Helga Bryndís Magnúsdóttir, harmóníum og orgel


19. júlí 2015
Enn er vor um haf og land
Kristjana Stefáns og Svavar Knútur flytja dagskrá þar sem fara saman lög um fegurð og harma hafs og lands. Fara þar saman sígild íslensk sönglög og frumsamin lög eftir söngvaskáldin. Gleði og sorgir, draumar, trú og þrár Íslendinga sem hafa sótt á miðin og unnað hörðu landi í aldanna rás.


2. ágúst 2015
Þér ég þakka
Tónleikarnir eru tileinkaðir Maríu Guðsmóður og móðurhluterkinu. Þær munu flytja íslensk og erlend ljóð, bænir og aríur sem fjalla um Maríu mey, móðurhlutverkið og vernd eftir innlend og erlend tónskáld. 

Ísabella Leifsdóttir sópran
Margrét Einarsdóttir ,sópran
Þóra Passauer, kontra-alt
Magnúsi Ragnarssyni, orgel


9. ágúst 2015
Baðstofan og kirkjuloftið
Á tónleikunum munu þeir félagar flytja tónlist sem hljómaði í baðstofum torfhúsanna og sveitakirkjum landsins. 

Eyjólfur Eyjólfsson, tenór
Hugi Jónsson, baritón
Kári Allansson, langspil og harmóníum


16. ágúst 2015
Maríu - og uppskerumessa
Björg Þórhallsdottir, sópran
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran
Elísabet Waage, harpa
Hilmar Örn Agnarsson, orgel