Englar og menn

Tónlistarhátíð Strandarkirkju

Tónlistarhátíðin Englar og menn býður til tónleika í Strandarkirkju alla sunnudaga í júlí. 

5. júlí 2014
Ef engill ég væri
Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Hallgrím Helgason og samtímatónskáldin okkar þá Daníel Þorsteinsson, Guðna Franzsson og Tryggva M. Baldvinsson ásamt klassískum perlum og dúettum eftir Schubert, Beethoven, Brahms og Webber.

Björg Þórhallsdóttir, sópran
Elísabet Waage, harpa
Hilmar Örn Agnarsson, orgel
Sérstakur gestur: Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran


19. júlí 2014
Blásið þið, vindar!

Feðgarnir Bragi Bergþórsson tenór og Bergþór Pálsson baritón gleðja tónleikagesti með söng sínum þar sem munu hljóma sönglög Inga T. Lárussonar. Meðleikari þeirra verður Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. 


26. júlí 2014
Heyr mig, lát mig lífið finna
Hluti dagskrár verður tileinkaður 150 ára fæðingarafmæli Einars Benediktssonar ljóðskálds, sem bjó síðustu æviár sín í Herdísarvík í Selvogi. Á dagskrá þeirra eru einnig Kirkjulög Jóns Leifs ásamt tónlist eftir Bach og Suður-Evrópsk tónskáld.

Gunnar Guðbjörnsson, tenór
Helga Bryndís Magnúsdóttir, orgel