Englar og menn

Tónlistarhátíð Strandarkirkju

Tónlistarhátíðin Englar og menn býður til tónleika í Strandarkirkju alla sunnudaga í júlí. 

14. júlí 2013

Tríó-Suð, skipað þeim Margréti Stefánsdóttur sópransöngkonu, Jóhanni Stefánssyni trompetleikara og Hilmari Erni Agnarssyni organista. Sérlegur gestur tríósins verður Hjörleifur Valsson fiðluleikari.


21. júlí 2013
Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Arvo Pärt, Franck, Elgar, Mascagni og Wagner, en í ár eru 200 ár frá fæðingu hans. Einnig verða flutt íslensk sönglög, m.a. verk eftir sunnlensku skáldin og frændurna Sigfús Einarsson og Pál Ísólfsson ásamt fleirum.

Björg Þórhallsdóttir, sópran
Hrólfur Sæmundsson, baritón
Hilmar Örn Agnarsson, harmóníum
Kristín Lárusdóttir, selló


28. júlí 2013
Bára Grímsdóttir tónskáld og þjóðlagasöngkona, ásamt Chris Foster gítarleikara koma fram munu flytja íslensk sálmalög og kvæðalög undir yfirskriftinni ,,Megindrottning manna og engla” og leika m.a. á harmóníum, langspil, gítar og kantele.


4. ágúst 2013
Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran kemur fram og messu annast sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson sóknarprestur á Selfossi. Anna Sigríður og sr. Kristinn munu syngja saman Englamessuna eða Missa de Algelis, áttundu messu. Anna Sigríður mun einnig flytja Maríubænir og söngva tengda englum.


11. ágúst 2013
Benedikt Kristjánsson tenór og Bjarni Frímann Bjarnason, sem leikur á tónleikunum á harmóníum, harmonikku og gítar. Á efnisskrá þeirra eru íslensk sönglög eftir Árna Thorsteinsson, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson, Markús Kristjánsson, Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns, 3 lög úr Malarastúlkunni fögru eftir Franz Schubert og aría úr óperunni Don Giovanni eftir W.A Mozart. 
 


18. ágúst 2013
Uppskerumessa hefst kl. 14 þar sem sr. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju þjónar, Kór Þorlákskirkju syngur og organisti er Hannes Baldursson. Ungur fiðlusnillingur frá Hveragerði, Hulda Jónsdóttir fiðluleikari mun flytja tónlist frá kl. 13.40 til 14 ásamt því að flytja tónlistaratriði í messunni. Með henni koma einnig fram móðir hennar, Gyða Halldórsdóttir á orgel og bróðir hennar, Ragnar Jónsson á selló.


25. ágúst 2013
Verndi þig englar
Á efnisskrá eru verk eftir stóru meistarana Händel, Bach og Mascagni og íslensk sönglög eftir Sigurð Þórðarson, Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinsson og Elísabetu Einarsdóttur,ásamt sunnlensku tónskáldunum Sigfúsi Einarssyni, Páli Ísólfssyni og Siguróla Geirssyni, sem ættaður var úr Selvognum.

Björg Þórhallsdóttir, sópran
Hilmar Örn Agnarsson, orgel
Elísabet Waage, harpa