Englar og menn
 
 
Strandarkirkja%2C+stytta+og+fa%CC%81ni.jpg
 
 

TÓNLISTARHÁTÍÐ STRANDARKIRKJU 2019

Kæru tónlistargestir,

Verið hjartanlega velkomin á tónlistarhátíðina Englar og menn sem verður haldin í áttunda sinn í Strandarkirkju í Selvogi í sumar og stendur yfir frá 30. júní til 11. ágúst. Hátíðin í ár verður glæsileg sönghátíð líkt og á undanfarin ár, þar sem fram koma margir fremstu söngvara og hljóðfæraleikara landsins ásamt nýstirnum í íslenskum söngheimi.

Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga þar sem þjóðlög, einsöngslög og dúettar, ásamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum perlum, hljóma.

Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 14 og erum um 50 mínútna langir. Húsið opnar kl. 13.15.
Aðgangseyrir er kr. 2.900 og eru miðar seldir við dyrnar.

Hlakka til að sjá ykkur í Strandarkirkju!

Björg Þórhallsdóttir
Listrænn stjórnandi

 

TÓNLEIKADAGSKRÁ