Englar og menn

Tónlistarhátíð Strandarkirkju

Tónlistarhátíðin Englar og menn býður til tónleika í Strandarkirkju alla sunnudaga í júlí. 

Tónlistarhátíð í Strandarkirkju

Kæru tónlistargestir,

Verið hjartanlega velkomin á tónlistarhátíðina Englar og menn sem verður haldin í sjöunda sinn í Strandarkirkju í Selvogi í sumar og stendur yfir frá 1. júlí til 12. ágúst. Hátíðin í ár verður glæsileg sönghátíð líkt og á undanfarin ár, þar sem fram koma margir fremstu söngvara og hljóðfæraleikara landsins ásamt ungum og upprennandi söngvurum.

Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga þar sem þjóðlög, einsöngslög og dúettar, ásamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum perlum hljóma.

Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 14 og erum um 50 mínútna langir. 
Aðgangseyrir er kr. 2.900.

Að tónleikum loknum er svo upplagt að fá sér hressingu hjá heimamönnum í kaffihúsinu T-bæ eða í Pylsuvagninum.

Hlakka til að sjá ykkur í Strandarkirkju!

Björg Þórhallsdóttir
Listrænn stjórnandi